„Staðan á vinnumarkaði hefur batnað mikið undanfarin tvö ár. Í fyrstu dró úr atvinnuleysi samhliða fækkun fólks á vinnumarkaði en síðar kom batinn í ljós með fjölgun starfa og auknum vinnutíma.“ Þetta kemur fram í nýrra efnhagsspá ASÍ fyrir árin 2013-2015, sem var kynnt í dag.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir atvinnuleysi minnka á spátímanum þó það sé ekki mikið. Það muni enn vera yfir sársaukamörkum út spátímann.