Mjög líflegt hefur verið á skuldabréfamarkaði það sem af er degi en alls nemur veltan rúmum 5 milljörðum króna það sem af er degi.

Í Morgunkorni Glitnis er bent á að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa hefur lækkað um 1-3 punkta nema á stysta flokknum HFF14 en krafan á honum hefur hækkað um 4 punkta. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra bréfa hefur hækkað um 9 punkta á báðum flokkum ríkisbréfa. "Af þessu má ráða að fjárfestar séu að verðleggja meiri hækkun stýrivaxta á næsta vaxtaákvörðunardegi en áður var talið," segir í Morgunkorni.