Þeir hlutabréfamarkaðir sem á annað borð voru opnir í Asíu í dag lækkuðu og náði Nikkei vísitalan í Japan til að mynda þriggja mánaða lágmarki en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar eru það helst slæmar afkomutölur félaga sem hafa neikvæð áhrif á fjárfesta.

Vegna almenns frídags á flestum stöðum í Asíu voru kauphallir lokaðar í Kína, Hong Kong, Singapúr, Kóreu og Ástralíu svo helstu staðir séu nefndir.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,8% og hefur ekki verið lægri í þrjá mánuði eins og áður segir.