BMW hefur sent frá sér fyrstu myndirnar af sínum nýjasta hugmyndabíl sem kallast M1 Concept. Þetta er nútímaleg útfærsla af klassískum sportbíl úr sögu BMW með miðjumótor. Grunnurinn að bílnum er þó auðvitað sama vélin og í M5, þ.e.a.s. V10 vél sem skilar 507 hestöflum.

Bíllinn var sýndur nýlega við Como vatnið á Ítalíu þar sem oft eru sýndir gamlir klassískir sportbílar og bílaiðnaðurinn nýtir jafnframt til að kynna nýjar hugmyndir. Þar kynnti BMW einmitt áður óþekktan bíl, M1 Concept. BMW hefur þó ekki gefið mikið upp um þennan bíl en í fréttatilkynningu er hönnun hans lýst í smáatriðum.

Myndirnar sýna að bíllinn er nútímaleg útfærsla af eina miðjumótorsbíl sem BMW framleiddi á árunum 1978-1981 og hannaður var af Giorgio Giugiaro.

Hvað sem þá líður áformum um framleiðslu þykir ljóst að BMW þarf á ofursportbíl að halda í sinni framleiðslulínu til að geta mætt framleiðendum eins og Lamborghini, Ferrari og Audi með R8, á jafnréttisgrundvelli.