Um það bil 500 manns söfnuðust fyrir framan sendiráð Íslands í Brussel í Belgíu til að krefjast aðgangs að innistæðum sínum í belgíska útibúi Kaupþings. Reikningarnir hafa verið frystir. Dow  Jones segir frá þessu í kvöld.

Meðal þess sem var kallað var „þjófar” og „komið með peningana okkar aftur”, og mótmælendur festu risastóra gerviávísun upp á 230.000 evrur á hurð sendiráðsins, en það er heildarupphæðin sem innistæðueigendur krefjast til baka.

Um það bil 20.000 manns voru með reikninga hjá Kaupthing Edge í Belgíu, en félagið sem heldur utan um reikningana er dótturfélag Kaupþings í Lúxemborg. Luxemborg ábyrgist aðeins innistæður upp að rúmlega 20.000 evrum.