Hlutabréfamarkaðir Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum verða opnaðir á ný á hádegi, en þeir hafa legið niðri frá 10:03 þegar viðskipti voru stöðvuð vegna tæknilegrar bilunar . Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Stefnan er sögð sett á 10 mínútna uppboð klukkan 11:50, og í framhaldinu verði opnað fyrir samfelld viðskipti.

Uppfært 12:00:

Markaðir hafa nú verið opnaðir.

Uppfært 12:05

Lokað var fyrir viðskipti að nýju stuttu eftir að þau opnuðu. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Kauphallarinnar.

Uppfært 12:17

Skv. tilkynningu frá Kauphöllinni eru áframhaldandi tæknilegir örðugleikar ástæða þess að lokað var fyrir viðskipta á hlutabréfamörkuðum á nýjan leik. Þá segir að enn sé unnið hörðum höndum að að því að leysa málið. Skuldabréfamarkaðir eru enn opnir.