Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,0% í mars og nam meðaldagsveltan 9,1 milljarði. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 11 milljarða og nemur 2.079 milljörðum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur Markaðsvísitalan hækkað um 4,5%.

Ríkisskuldabréf hækkuðu um 0,9% samkvæmt skuldabréfavísitölu GAMMA, skuldabréf fyrirtækja um 1,7% og hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,8%.

Umtalsverður munur hefur verið á þróun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa en frá áramótum hefur vísitala verðtryggðra bréfa hækkað um 7,0% en óverðtryggðra lækkað um 2,6%.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu GAMMA.