Viðskiptaráð Íslands gerði úttekt á þeim frumvörpum sem fráfarandi ríkisstjórn setti fram og urðu að lögum og mátu efnahagsleg áhrif þeirra til þess að fá heildstæða mynd af áhrifum stjórnvalda á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Heilt yfir þá taldi VÍ að lagabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi haft jákvæð áhrif á efnahagslífið.

Það sem Viðskiptaráð taldi hafa jákvæð áhrif

Jákvæðustu breytingarnar að mati Viðskiptaráðs Íslands, stafa af lagabreytingum tengdum fjármagnshöftum. Einnig höfðu lagabreytingar í skattamálum, opinberri stjórnsýslu og fjármálum hins opinbera jákvæð áhrif að mati VÍ.

Fimm bestu málin að mati VÍ voru; Þau stóru skref sem stigin í losun fjármagnshafta, að grettistaki hafi verið lyft þegar kemur að neyslusköttum. Einnig nefnir VÍ jákvæð áhrif frá skýrari umgjörð opinbers rekstur. VÍ taldi það einnig jákvætt að rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja hafi verið bætt og að opinbert stofnanaumhverfi hafi verið bætt.

Mál sem höfðu neikvæð áhreif að mati Viðskiptaráðs

Á hinn bóginn taldi viðskiptaráð lagabreytingar stjórnvalda þegar kemur að velferðarmálum, landbúnaðarmálum, regluverki og húsnæðismálum neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja.

Þau þrjú mál, sem að Viðskiptaráð töldu hvað neikvæðust voru eftirfarandi; kostnaðarsöm afskipti ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði, nýir búvörusamningar og að regluverk hafi verið flækt á kjörtímabilinu.

Hægt er að lesa rökstuðning og ítarlega yfirlit á málum fráfarandi ríkisstjórnar hér .