Fólksfjölgun á fyrstu níu mánuðum ársins hefur nú þegar verið svo mikil að hún fer fram úr spám fyrir árið í heild sinni. Samkvæmt mannfjöldaspá fyrir árin 2017-2066 sem Hagstofa Íslands birti fyrr í vikunni er gert ráð fyrir því að mannfjöldi verði mest 346.437 manns þann 1. janúar 2018, en nýjustu tölur sýna að við erum nú þegar komin fram úr þeirra spá. Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í gær eru landsmenn orðnir 346.750 á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt Hagstofu Íslands. Fólksfjölgun á er því orðin meiri en ívið meiri en átti sér stað fyrir hrun en í á síðustu tólf mánuðum hefur hún verið 2,7%, til samanburðar var hún mest árið 2006 eða 2,6%.

Í fréttatilkynningu frá Hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að deildin telji að aukning aðflutts vinnuafls sé því meiri en spár hafi gert ráð fyrir og að hlutfallslega sé mannfjöldaaukning meiri utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess. Þá er jafnframt bent á að Hagdeild Íbúðalánasjóðs áætli að byggja þurfi um 5.000 íbúðir til þess að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Miðað við að mannfjöldaaukning sé að fara fram úr spám megi búast við að það vanti talsvert fleiri íbúðir.