Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er talin orðin hlynnt því að leyfa björgunarsjóð evrusvæðisins að kaupa skuldabréf skuldsettra ríkja svo lántökukostnaðurinn lækki.

Virði björgunarsjóðsins er um 750 milljarðar evra.

Merkel hefur verið undir miklum þrýstingi vegna þess að lántökukostnaður Spánar hefur aukist umtalsvert. Merkel hefur verið verið á móti því að leyfa björgunarsjóðinum að kaupa skuldabréf evruríkjanna af ótta við að reikningurinn lendi á þýskum skattgreiðendum.