Breska verslanakeðjan Tesco tapaði 6,4 milljörðum punda fyrir skatta á síðasta fjárhagsári félagsins og hefur félagið aldrei skilað verra uppgjöri í sögunni. BBC News greinir frá þessu.

Fjárhæðin jafngildir um 1.300 milljörðum íslenskra króna. Ári fyrr hagnaðist félagið hins vegar um 2,26 milljarða punda fyrir skatta.

Um 4,7 milljarðar af tapinu skrifast á lækkunar á virði verslunarhúsnæðis félagsins, en fyrirtækið tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hygðist loka 43 verlsunum á næstunni.