Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumeistari og eigandi Dill, hefur verið að sinna ráðgjafavinnu fyrir Marriott hótelið við Hörpu, en frá þessu herma heimildir Viðskiptablaðsins. Um er að ræða fimm stjörnu hótel og því viðbúið að veitingarnar verði framúrskarandi.

Ekki er ljóst hvort veitingastaður Marriott hótelsins stefnir á Michelin-stjörnu líkt og Gunnars hefur hlotið bæði í Reykjavík og New York. Upphaflega átti Marriott hótelið að opnuna árið 2018.