Nú rétt eftir hádegi fóru fram mikil viðskipti með bréf í Glitni [GLB] fyrir um 18,8 milljarða.

Um er að ræða sex viðskiptafærslur sem þó eru á misjöfnu gengi.

Færslurnar eru þannig:

115,8 milljón hlutir á genginu 30,05 að andvirði um 3,5 milljarðar en um að ræða 3 slíkar færslur

131,7 milljón hlutir á genginu 30,05 að andvirði um 4 milljarðar

128,2 milljón hlutir á genginu 17,3 (sem er markaðsvirði bankans núna) að andvirði rúmlega 2,2 milljarðar

126,9 milljón hlutir á genginu 17, að andvirði tæplega 2,2 milljarðar

Heildarviðskipti með bréf í Glitni eru því um 19,7 milljarðar í dag og hefur félagið hækkað um 0,9% í Kauphöllinni. Gengi félagsins er þegar þetta er skrifað, kl. 12:35, 17,3 á hlut.

Ekki er gefið upp hverjir stóðu að viðskiptunum en heimildir Viðskiptablaðsins herma að þarna hafi verið um framvirka samninga að ræða.