Afgangur af vöruskiptum í fyrra nam 97,1 milljarði króna. Þetta er talsverður samdráttur á milli ára en afgangurinn nam 120,2 milljörðum króna árið 2010.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar nam verðmæti útflutnings 620,1 milljarði króna en verðmæti útflutnings 523 milljörðum.

Vöruútflutningur jókst um 10,5% á milli ára og vöruinnflutningur um 17,7%. Hlutur iðnaðarvöru í útflutningi var 54,1% og hlutur sjávarafurða var 40,6% en í vöruinnflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur með 32,1% hlutdeild

Helstu viðskiptalöndin í fyrra voru Holland í vöruútflutningi og Noregur í vöruinnflutningi. EES-svæðið var þýðingarmesta markaðssvæðið, jafnt í vöruútflutningi sem vöruinnflutningi, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.