Hálfsársuppgjör MP banka er talsvert betra en í fyrra og Sigurður Atli, forstjóri bankans, sér fram á hagnað eftir skipulagsbreytingar. Þannig nam tap bankans tæpum milljarði í fyrra en afkoman var neikvæð um 159 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessar árs.

Sigurður Atli telur að hagræðingaraðgerðir komi til með að skila sér í hagnaði hjá félaginu.

Vb sjónvarp tók Sigurð Atla Jónsson forstjóra MP banka tali og spurði út í uppgjörið, reksturinn og framtíðarhorfurnar.