*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 9. desember 2020 09:12

Nær enginn tók tilboði Samherja

Yfirtökutilboð Samherja í allt hlutafé Eimskips er lokið og keypti Samherji hlutabréf í Eimskip fyrir 3,5 milljónir króna.

Alexander Giess

Gildistími yfirtökutilboðs Samherja í allt hlutafé Eimskips er liðinn. Hluthafar sem áttu ríflega 20 tuttugu þúsund hluti í Eimskipafélagi Íslands tóku tilboðinu eða sem nemur 0,11% hlutafjár í félaginu. Viðskiptin voru á genginu 175 krónur og námu því 3,5 milljónum króna.

Yfirtökutilboðið barst þann 10. nóvember síðastliðinn og virkjaðist vegna þess að hlutur Samherja í Eimskipi fór umfram 30%. Þorsteinn Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tjáð Viðskiptablaðinu að ekki var gert ráð fyrir stórum eignabreytingum í Eimskipi í tengslum við yfirtökutilboðið. 

Áður en yfirtökutilboðið virkjaðist átti Samherja rétt tæplega 30% hlut. Ef allir hluthafar Eimskips hefðu samþykkt yfirtökutilboðið hefðu viðskiptin numið um 22 milljörðum króna. Markaðsverð bréfa Eimskips er um 229 krónur.

Stikkorð: Eimskip Samherji yfirtökutilboð