Stjórnendur bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft eru sagðir hafa áform um að leggja Nokia-nafninu á farsímum fyrirtækisins. Nokia setti fyrir nokkrum árum snjallsíma á markað undir vörumerkinu Nokia Lumia. Nokia var við það að fara á hliðina í fyrra og varð úr að Microsoft keypti farsímahluta fyrirtækisins með manni og mús í vor. Þeir sem unnu hjá Nokia í Finnslandi hafa fengið að finna fyrir hagræðingaraðgerðum Microsoft upp á síðkastið en tilkynnt hefur verið um umfangsmiklar uppsagnir. Þar af verður rúmlega þúsund manns sagt upp í Finnlandi .

Tölvu- og tæknimiðillinn ZDNet segir nú frá því að Microsoft ætli að stroka nafn Nokia út af farsímunum en halda Lumia í snjallsímalínunni og muni símarnir framvegis bera það nafn. Að sama skapi ætlar fyrirtækið að hætta að auglýsa Nokia sem sérstaka Windows-síma.