Framtakssjóðurinn Auður 1, sem rekinn er af Auði Capital, skilaði 490 milljóna króna hagnaði í fyrra og meðalársávöxtun hans hefur verið um 20% frá stofnun hans.

Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Auðar Capital, segir reynsluna af Auði 1 hafa verið góða og að nýr sjóður á vegum fyrirtækisins, sem fengið hefur nafnið Edda, sé nú að hefja fjárfestingar.

„Sjóðurinn er fullfjármagnaður og það gekk vel að selja hluti í sjóðnum m.a. vegna þeirrar reynslu sem skapast hefur innan fyrirtækisins á rekstri framtakssjóða. Þá erum við að skoða stofnun nýs eða nýrra sjóða og verður ákvörðun tekin um það á næstu mánuðum,“ segir Hannes. Hann bætir því við að Auður Capital sé ekki eitt um að vera að setja á stofn framtakssjóði heldur séu nokkrir slíkir þegar starfandi og að þeim fari fjölgandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .