Barak Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi Vladimir Pútín Rússlandsforseta kaldar kveðjur á síðasta fréttamannafundi sínum á árinu.

Hann sagðist hafa varað Rússlandsforseta við því að afskipti rússneskra strjórnvalda af lýðræðislegum kosningum í Bandaríkjunum gætu haft afdrifaríkar afleiðingar. Fyrir stuttu síðan sökuðu bandarísk stjórnvöld Rússa um að skipta sér af kosningum í landinu. Hillary Clinton hefur sagt Rússa og Pútín sjálfan hafa valdið því með tölvuárásum og gagnaleka að hún tapaði forsetakosningunum fyrir Donald Trump

Obama gagnrýndi Putin og Assad einnig harðlega fyrir villimannslegar árásir á Aleppo samhliða gagnrýni á Rússland sem þjóð. „Rússar geta ekki breytt okkur eða gert okkur veikari. Þeir eru minni þjóð, veikari þjóð, efnahagur þeirra skapar ekkert sem einhver vill kaupa fyrir utan olíu, gas og hergögn. Þeir eru ekki skapandi.“