Olíuverð er skömmu fyrir klukkan þrjú skráð hjá Brent í London á 69,15 dollara tunnan, en opnunarverðið í morgun var 68,78 dollarar. Verðið hefur sveiflast nokkuð innan dagsins, en lægst hefur það farið í 68,69 dollara og hæst í 69,96 dollara.   Svipaða sögu er að segja af markaði í New York. Þar hefur verðið þó ekki hækkað nærri eins mikið og í London og stendur nú í 66,90 dollurum á tunnu. Opnunarverð á NYMEX í morgun var 66,62 dollarar, en hefur farið lægst í 66,46 dollara og hæst í 67,68 dollara innan dagsins.