Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir skuldavanda Evrópu orðinn það gríðarlegan að hann sé ekki hægt að leysa hann með aðkomu eins hóps landa. Hún segir að ef lönd fari ekki að vinna saman að lausn verði aðstæður svipaðar og í kreppunni miklu."Það er ekkert hagkerfi í heiminum sem yrði ósnert að krísunni sem við erum ekki einungis að sjá aukast heldur magnast að því marki að allir verða að fókusera á lausnir."

Lagarde segir útlitið dökkt með aukinni áhættu, hægari vexti en áætlanir gerðu ráð fyrir, hærri skuldir ríkja og ríkisfjármál óstöðug og þetta eigi við nánast um allan heim.