Svissneski fjárfestingarbankinn UBS hefur ráðið Hollendingin Ralph Hamers sem bankastjóra en hann mun taka við þann 1. Nóvember næstkomandi þegar Sergio Ermotti, núverandi bankastjóri mun láta af störfum.

Hamers kemur frá hollenska bankanum ING þar sem hann hefur starfað allt frá árinu 1991 en hann tók við sem bankastjóri í október árið 2013. Töluvert uppþot varð í Hollandi árið 2018 þegar stjórn ING lagði til að árslaun Hamres yrðu hækkuð úr 1,6 milljónum evra í 3 milljónir. Uppþotið leiddit til þess að stjórn bankans dró tillögurnar til baka og urðu laun hans áfram óbreytt.

Gera má ráð fyrir því að Hamres hækki duglega í launum þegar hann sest í bankastjórastól UBS en árslaun Sergio Emrotti, fráfarandi bankastjóra námu á síðasta ári um 14,9 milljónum dollara. Emrotti hefur starfað sem bankastjóri UBS frá árinu 2011 en tók við í kjölfar þess að starfsmaður í eigin viðskiptum kostaði bankann um tvo milljarða dollara.

Ráðning Hamers eru önnur bankastjóraskiptin í Sviss á skömmum tíma en í byrjun febrúar sagði Tidjane Thiam af sér sem bankastjóri Credit Suisse eftir að upp komst um njósnahneyksli innan bankans.