Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við þýska fyrirtækið T-Mobile um notkun á Opera Mini netvafranum í alla farsíma hjá T-Mobile, segir greiningardeild Landsbankans.

Gengi Opera hækkaði um rúm 8% í viðskiptum dagsins, mest allra félaga í dag.

Síðastliðna tólf mánuði hefur það hækkað um tæp 156%, en til samanburðar hefur OSEBX vísitalan, sem mælir verðþróun helstu fyrirtækja í Kauphöllinni í Osló, hækkað um tæp 40% á sama tímabili.

Hugbúnaður Opera nýtur gríðarlegra vinsælda í farsímaheiminum og samningar við fjölda annarra fyrirtækja standi yfir þessa dagana, segir greiningardeildin,

Opera Mini er notaður í marga farsíma hjá Sony Ericsson, Motorola og Nokia.