Klak Innovit stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni sem hefur það að markmiði að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að koma hugmyndum sínum á framfæri.

Klak Innovit er frumkvöðlasetur sem varð til þegar Klak sameinaðist Innovit árið 2013.

Með skráningu í keppnina býðst þátttakendum fjöldi vinnusmiðja og aðstoð ýmissa sérfræðinga, reyndra frumkvöðla og stjórnenda í íslensku atvinnulífi.

Gulleggið er nú haldið í 9. sinn, og hefur alið af sér fjöldan allan af sprotafyrirtækjum og eru mörg þeirra orðin að stórum fyrirtækjum. Sem dæmi um fyrri þátttakendur má nefna Meniga, Karolina Fund, Clara og Cooori.