Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt framsögu á peningmálafundi Viðskiptaráðs Íslands á hótel Nordica í dag. Þar fjallaði hann meðal annars um stöðu peningamála og framtíðarhorfur.

Í máli Más kom fram að ágætur árangur hefði náðst hvað stöðugleika í peningamálum varðaði. Hinsvegar væru enn erfiðar hindranir í veginum á meðan gjaldeyrishafta nyti við. Til lengri tíma litið þyrftu Íslendingar að byggja upp opið hagkerfi, stöðuga stofnanauppbyggingu, tryggja aðstæður til að hvetja til sparnaðar og stuðla að aukinni framleiðni vinnuafls.

VB sjónvarp náði tali af Má Guðmundssyni og spurði hann út í lykilinn að blöndu jafnvægis og vaxtar.