Opinn fundur fyrir rekstrarleyfishaga bílaleiga verður haldinn á Flughótelinu í Reykjanesbæ þriðjudaginn 29. apríl. Á fundinum verður meðal annars fjallað um úttekt sem VÍS gerði á öryggismálum fjölda bílaleiga síðastliðið haust.

Fulltrúi Samgöngustofu verður með erindi um öryggi ferðamanna og frumvarp til laga um leigu skráningarskyldra ökutækja. Þá fer fulltrúi einnar bílaleigu yfir viðhorf þeirra til öryggismála.

Eins og kom fram í Viðskiptablaðinu 10. apríl þá eru 140 bílaleigur með rekstrarleyfi á Íslandi. Þeim hefur fjölgað úr 64 árið 2008 eða um 120%. Í greiningu sem Samtök ferðaþjónustunnar gerðu á bílaleigumarkaðnum fyrir tæpu ári síðan kemur fram að á einni bílaleigu var meðalaldur bílanna 15 ár. Yfir heildina var meðalaldurinn 3,5 ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .