Það er óumdeilt að eftirspurn í álframleiðsu er að aukast. Þetta segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls. Aðstoðarforstjóri Rusal, stærsta álframleiðanda í heiminum, sagði nýlega 40% af álframleiðslunni í heiminum vera ósjálfbæra.

Pétur segir að þrýstingur sé að myndast á óhagkvæm álver og að álver hér á landi séu hagkvæm. Þau hafi öll fjárfest í bættri framleiðslulínu.

VB Sjónvarp ræddi við Pétur Blöndal.