Eftir að potturinn í Powerball-lottóinu varð tæplega 1,6 milljarður bandaríkjadala, eða 208 milljarðar íslenskra króna, var ákveðið að skipta vinningnum niður á þrjá vinningsmiða. Vinningshöfum stendur til boða að fá allan vinningin greiddan út í einu lagi, eða að fá árlegar greiðslur út lífið.

Fyrsti vinningshafi lóttósins var frá Kaliforníu, en hann hlaut heila 69,3 milljarða íslenskra króna. Tíst frá California Lottery staðfesti vinninginn, og stuttu síðar var tilkynnt um að einnig hefðu miðakaupendur frá Flórída og Tennessee hlotið þriðjungspart vinningsins.

Dregið hefur verið úr pottinum síðan 5. nóvember síðasta árs, þegar potturinn var 40 miljlónir bandaríkjadala. Síðan þá hefur hann aðeins farið vaxandi, og í hlutfalli við stærð pottsins hefur eftirspurn fyrir miðum vaxið - og þegar þessi formúla gengur lengi án þess að vinningur náist, eins og það gerði núna, eru risavaxnar vinningsupphæðir óhjákvæmilegar.