„Við höfum ekki undirboðið nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, vegna kvörtunar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þess efnis að ríkið veitti Hörpu ólögmæta fjárhagsaðstoð í samkeppnisrekstri. Þá hefur verið uppi þrálátur orðrómur um undirboð Hörpu í leigu ráðstefnasala. Í niðurstöðum athugunar KPMG á ráðstefnuþjónustu kemur þvert á móti fram að ráðstefnusalir Hörpu eru í öllum tilvikum dýrari en sambærilegir salir í Reykjavík. Rannsóknin var gerð að beiðni stjórnenda Hörpu í kjölfar kvörtunarinnar til ESA.

Í niðurstöðum athugunarinnar kemur m.a. fram að verð á ráðstefnusölum Hörpu er það hæsta á svæðinu og er 23-52% hærra en meðalverð á öðrum stöðum. Þá segir að tekjur af ráðstefnurekstri fyrirtækisins leggi raunar til annars rekstrar Hörpu, svo sem tónleika, og ef Harpa leigði ekki út ráðstefnuþjónustu legðist þyngri kostnaðarbyrði á aðra starfsemi fyrirtækisins. Þetta eru talin rök gegn því að aukinn fjárhagslegur stuðningur eigenda Hörpu komi til með að greiða niður ráðstefnuþjónustuna, sem ólíkt menningarstarfsemi telst vera á samkeppnislagagrunni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .