Hagnaður N1 hf. árið 2009 nam 277,4 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 1.111 milljóna króna tapi árið áður.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu N1 en hagnaður félagsins fyrir skatta og fjármagnsliði nemur 1.975 milljónum króna, samanborið við 2.092 milljónir áður áður. Hinsvegar eru fjármagnsliðir neikvæðir um 1.600 milljónir króna, samanborið við 3.367 milljónir króna árið 2008.

Eigið fé félagsins var í árslok 2009 rúmir 6,6 milljarðar króna, samanborið við tæpa 6,4 milljarða árið áður. Veltufé frá rekstri nam 1.793 milljónum króna en var 1.202 milljónir árið áður.

Rekstrartekjur N1 dragast þó saman á milli ár og nema 40.038 milljónum króna, samanborið við 43,765 milljónir króna árið 2008.

Bókfært verð eigna félagsins í lok árs 2009 nam 25.292 milljónum króna, samanborið við við 25.298 milljónir króna í árslok 2008.