Sádi-arabíski prinsinn Alwaleed bin Talal hefur keypt hlutabréf í samfélagsvefnum Twitter fyrir um 300 millljónir dala, jafnvirði nær 37 milljarða íslenskra króna í gegnum félagið Kinkdom Holding að því er kemur fram hjá Bloomberg.

Alwaleed bin Talal
Alwaleed bin Talal

Alwaleed bin Talal hefur á liðnum árum keypt hlut í mörgum þekktum fjölmiðlafyrirtækjum og á meðal annars í Murdoch-félaginu News Corp og í bandaríska tæknifyrirtækinu Apple.

Alwaleed, sem er frændi Abdullah konungs, er talin ríkasti kaupsýslumaður í Miðausturlöndum og á miklar eignir í fjármála- og fasteignageirunum. Fyrirtæki hans Kingdom Holding ætlar að reisa byggingu í Jeddah í Sádi-Arabíu og á hún að verða hæsta bygging heimsins.