*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 24. maí 2019 10:22

RSK birtir ekki „hákarlalistann“

Ríkisskattstjóri mun ekki birta lista yfir þá sem greiddu hæstu skatta hér á landi á síðasta ári, líkt og hann hefur gert undanfarin ár.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkisskattstjóri mun ekki birta lista yfir þá sem greiða hæstu skatta hér á landi líkt og tíðkast hefur í áraraðir. Birtingin er talin brjóta í bága við lög um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins. 

Ríkisskattstjóri segir að í framhaldi af áliti Persónuverndar í máli vefsíðunnar Tekjur.is, frá því í nóvember, hafi embættið tekið til skoðunar alla framkvæmd við framlagningu og birtingu upplýsinga úr álagningarskrá. Könnunin standi yfir og sé enn ekki lokið. Tekjur.is, birti gagnagrunn upp úr skattskrám af tekjum allra einstaklinga árið 2016 en Persónuvernd lét loka síðunni þar sem birtingin stæðist ekki lög.

Birting listans yfir þá sem greiddu hæstan skatt hefur verið umdeild. Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM og fyrrverandi ristjóri Viðskiptablaðsins, kærði til að mynda birtingu listans sem hann nefndi „hákarlalistann“ til Persónuverndar í fyrra í umboði einstaklings á listanum. „Ég tel listann sem slíkan vera brot á friðhelgi einkalífsins og að mínu mati er þetta prinsipp mál,“ sagði Björgvin í samtali við Viðskiptablaðið síðasta sumar.

Í tilkynningu ríkisskattstjóra segir ennfremur að auglýsing um að álagningu einstaklinga verði birt 31. maí og álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga verði gerðir aðgengilegir á vef ríkisskattstjóra þann dag.  Hins vegar muni álagningarskrá ekki verða lögð fram  fyrr en dagana 19. ágúst til 2. september eða 15 dögum fyrir lok kærufrests sem er 2. september 2019. Slík birting sé í samræmi við 1. mgr. 98. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is