Bandarískir saksóknarar hafa ásakað Sam Bankman-Fried, stofnanda og fyrrum forstjóra rafmyntakauphallarinnar FTX, um að hafa greitt 40 milljónir dala, eða sem nemur um 5,5 milljörðum króna, í mútur til kínverskra embættismönnum. Þetta kemur fram í endurskoðaði ákæru sem lögð var fram í dómstóli í Manhattan í dag. Financial Times greinir frá.

Saksóknarar telja að Bankman-Fried, sem var handtekinn í lok síðasta árs, hafi sent mútur í formi rafmynta til kínverskra embættismanna til að reyna að endurheimta aðgang sinn að viðskiptareikningum sem lögregla hafði fryst í landinu. Reikningarnir tengdust Alameda Research, systurfyrirtæki.

Samkvæmt uppfærðu ákæruskjali reyndi Bankman-Fried ítrekað að aflétta frystingu á reikningnum, m.a. með því að ráða lögfræðinga til að reyna fyrir hönd fyrirtækisins að knýja fram afléttingu í Kína. Jafnframt er hann sagður hafa reynt að nýta fara ýmsar leiðir til að komast hjá frystingunni.

Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir er Bankman-Fried sagður hafa leitað á það ráð að múta embættismönnum.

Ákæra vegna mútugreiðslna kemur til viðbótar við 12 kæruliði sem Bankman-Fried stóð þegar frammi fyrir. Eins og stendur er hann laus gegn tryggingu og dvelur á heimili foreldra sinna í Kaliforníu. Áformað er að réttarhöld fari fram í október.

Umræddum reikningum Bankman-Fried var loks aflæst um það leyti sem greiðslurnar fóru fram.