*

fimmtudagur, 27. febrúar 2020
Erlent 28. apríl 2019 17:22

Sakamálarannsókn vegna útblásturs Ford

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn vegna gruns um að Ford hafi svindlað á útblástursprófum.

Ritstjórn
Jim Hackett er forstjóri Ford.
epa

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn vegna gruns um að Ford hafi svindlað á útblástursprófum. Svindlið er talið beinast að líkani sem áætlar útblástur út frá gögnum sem bílaframleiðendur gefa upp. Forsvarsmenn Ford eru sagðir hafa gefið upp rangar tölur, til að mynda hvað varðar þyngd bifreiðanna. BBC greinir frá.

Málið er með öðrum hætti en útblásturssvindl Volkswagen sem komst upp árið 2015. VW seldi yfir 10 milljón bíla á árunum 2008 til 2015 sem notuðust við hugbúnað sem varð til þess að útblástur varð lægri við prófanir en akstur. Þýski bílaframleiðandinn hefur greitt nærri 700 milljarða króna í sektir vegna málsins. 

Stikkorð: Ford