Eignarhaldsfélagið Salt Investments, sem er í 90% eigu Róberts Wessman, á nú í samningaviðræðum við gömlu bankana um endurgreiðslu skulda.

Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, segir í samtali við Viðskiptablaðið að nú þegar sé búið að ganga frá rammasamningi við skilanefndir bankanna. Endurgreiðslur skulda hangi saman við væntanlega sölu Actavis, sem nú er í óformlegu söluferli, en Salt Investments á tæpan 10% hlut í félaginu.

„Bæði við og bankarnir erum í raun að bíða eftir niðurstöðu úr því máli,“ segir Árni.

„Við höfðum gert ráð fyrir að búið að væri að selja Actavis á þessum tíma þannig að hægt væri að gera upp skuldirnar. Það hefur sem kunnugt er ekki gengið eftir. Þrátt fyrir að Actavis sé formlega til sölu þá er enn ekkert fast í hendi.“

Það er Merrill Lynch sem hefur haft söluferlið með höndum en Árni segir að enn sé óvíst hvað fæst fyrir félagið.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er fjallað um mögulega fjárþörf vegna sölunnar á Actavis, aðrar eignir félagsins og framtíðarhorfum þess. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .