Santander, stærsti banki Spánar, hefur keypt 318 útibú Royal Bank of Scotland, RBS í Bretlandi.  Eftir kaupin rekur Santander 1.643 útibú í Bretlandi en RBS um 1.900.  Lloyds Banking Group, sem er í 41% eigu breska ríkisins, rekur tæplega 3.000 útibú í Bretlandi.

RBS neyddist til að selja útibúin eftir að framkvæmdastjórn ESB úrskurðaði um söluskylduna eftir að bresk stjórnvöld komu í veg fyrir gjaldþrot bankans.  Breska ríkið á nú um 83% hlut í RBS.