Tvö félög í eigu Seðlabankans hafa ekki staðið við lokafrest um skil á ársreikningum til ríksskattstjóra sem rann út 20. september síðastliðinn. Um er að ræða félögin EA fjárfestingarfélag ehf. og Austurbraut ehf., en bæði eru þau með lögheimil að Túngötu 6 í Reykjaví, þar sem lögmannsstofan Íslög ehf. hefur aðsetur.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær hefur eigandi hennar, Steinar Þór Guðgeirsson fengið tæpar 40 milljónir króna í greiðslur frá bankanum. Félögin fengu áskorun um að skila ársreikningunum 18. september síðastliðinn en sektarfjárhæð vegna dráttar á skilum nemur 600 þúsund krónum að því er Morgunblaðið greinir frá.

Seðlabankinn segir í svari sínu við fyrirspurn að félögin muni skila innan þess frests sem tilskilinn er til að þurfa ekki að greiða sekt, en sá frestur er til mánaðarmóta.

Félögin skiluðu heldur ekki ársreikningum sínum innan tilskilins frest á síðasta ári, en bæði félögin skiluðu ekki fyrr en 26. október síðastliðinn fyrir árið 2015. Ársreikningurinn fyrir árið 2014 kom svo ekki fyrr en 8. janúar á síðasta ári í tilviki EA fjárfestingarfélags, en 6. janúar í tilviki Austurbrautar.