Gamla myndin af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
Gamla myndin af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
© None (None)

Árið 2002 birti Fókus, fylgirit DV, umfjöllun um nokkra karlmenn sem voru „lausir og liðugir“. Í greininni sagði að íslenskar konur þyrftu ekki að örvænta þótt Frikki Weis og Heitur Teitur væru gengnir út. Meðal álitlegra karlkosta var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og núverandi forsætisráðherra. Hann var þá 27 ára gamall. Spurður um eldamennsku sagðist Sigmundur elda pylsur og kínverskar núðlur, sem hann væri þó eiginlega hætturað borða. „Ja, og fiskibollur úr kaffivél,“ sagði hann að lokum. Fjárhag sinn sagði hann „viðunandi“. Sigmundur var stillt á milli Páls Arnars Steinarssonar og Auðuns Blöndal í umfjölluninni sem birtist í DV þann 10. maí 2002.

Gamla myndin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.