Tryggingafélagið VÍS hagnaðist um tæpan 1,1 milljarð á fyrri hluta ársins. Iðgjöld tímabilsins námu 7.971 milljón króna samanborið við 7.916 milljón króna á sama tímabili árið 2012. Framlegð af vátryggingarekstri nam 221 milljón króna á tímabilinu miðað við 234 milljónir króna árið 2012.

Uppgjörsfundur VÍS var haldinn í morgun. VB Sjónvarp ræddi við Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS.