Breska fjármálaþjónustu fyrirtækið Scottish Widows mun hefja sýningu á sjónvarpsauglýsingum fyrir félagið, sem teknar voru á Íslandi fyrr á þessu ári, segir í frétt á vefmiðlinum easier Financial News.

Í fréttinni segir að auglýsingaherferðin muni kosta fyrirtækið um 10 milljónir punda, eða 1,3 milljarða íslenskra króna.

Auglýsingarnar fara í loftið þann 1. október næstkomandi og samanstanda af tveimur auglýsingum, sem eru 20 sekúndur að lengd, og einni sem er 50 sekúndur.