*

þriðjudagur, 9. mars 2021
Innlent 10. janúar 2021 11:42

Skýrslu beðið í á fjórða ár

Enn liggur ekkert fyrir um útgáfudag skýrslu Seðlabanka Íslands um yfirlit starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands.

Jóhann Óli Eiðsson
Haukur C. Benediktsson var framkvæmdastjóri ESÍ.
Gígja Einars

Enn liggur ekkert fyrir um útgáfudag skýrslu Seðlabanka Íslands um yfirlit starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) en félaginu var slitið í árslok 2017.

Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins og tekið fram að vinnslan hafi „tafist talsvert“. Upphaflega stóð til að hún kæmi út á árinu 2018 en því var frestað til ársloka 2019. Þegar faraldurinn skall á var vinnan sett á ís og enn ekki ljóst hvort eða hvenær hún birtist.