Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið þátt í herferð gegn hatursorðræðu á netinu sem felst í tímabundinni stöðvun á auglýsingum á samfélagsmiðlum líkt og Facebook.

Eftir stutt fall hlutabréfaverðs Facebook föstudaginn 26. júní hefur gengi bréfanna hækkað aftur um 10% og stendur nú í 240 dollurum á hlut, nálægt sínu hæsta gengi frá skráningu sem var rétt yfir 242 dollara þann 23. júní síðastliðinn.

Auglýsingastarfsemi Facebook byggir á átta milljónum auglýsenda, flestir þeirra lítil eða meðalstór fyrirtæki með ráðstöfunarfé til auglýsinga í hundruðum þúsunda dollara talsins og oft háðir Facebook sem nauðsynlegum stafrænum vettvangi, segir í frétt Economist .

Sjá einnig: Þriðjungur stórra fyrirtækja tekur þátt

Hundrað stærstu auglýsendurnir á vefsíðunni vega minna en 20% af auglýsingatekjum Facebook. Sama hlutfall er um 71% hjá bandarískum sjónvarpsstöðvum. Af fimmtíu stærstu auglýsendum Facebook hafa einungis örfá fyrirtæki tekið þátt í herferðinni.

Þó sniðgangan fyrirtækja á auglýsingum á samfélagsmiðlum gæti verið vegna prinsippmálum eða félagsþrýstingi, þá virðist þetta einnig vera hentugur tími fyrir fyrirtæki að slíka afstöðu þar sem fyrirtæki hafa dregið úr útgjöldum til auglýsinga sökum kórónakreppunnar. Starbucks hefur til að mynda eytt um 11 milljónir dollara í auglýsingar á Facebook frá því í mars en á sama tímabili í fyrra eyddi fyrirtækið 29 milljónum, samkvæmt gagnaveitunni Pathmatics.