Hagnaður suður-kóreska tæknifyrirtækisins Samsung Electronics nam 7.500 milljörðum wona, jafnvirði  á fyrsta ársfjórðungi. Þetta var 5,8% meiri hagnaður en fyrir ári. Rekstrarhagnaður dróst hins vegar saman. Hann nam 8.490 milljörðum wona sem var 3,3% minna en fyrir ári.

Í umfjöllun breska dagblaðsins Financial Times um afkomu Samsung Electronics segir að hörð samkeppnis á snjallsímamarkaði seti mark sitt á fyrirtækið. Á sama tíma og eftirspurn sé enn mikil eftir ódýrari gerðum snjallsíma þá sé ekki hægt að segja það sama um dýrari síma.

Í Financial Times segir jafnframt að stjórnendur Samsung búist við því að tíðin muni batna þegar eftirspurn aukist eftir minniflögum og dýrari gerðum sjónvarpa. Gert er ráð fyrir því að eftirspurnin eigi eftir að aukast eftir því sem nær dregur HM í knattspyrnu í Brasilíu í sumar.