Lög um kynjakvóta hafa haft nokkur áhrif á skipan stjórna fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina. Nú skipa konur 43% stjórnarsæta og karlar 57%. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum .

Þar kemur fram að konur séu í meirihluta í fjórum stjórnum af þrettán og af þeim sjö einstaklingum sem sitja í fleiri en einni stjórn séu fimm þeirra konur.

Þá kemur fram að stjórnarmennirnir séu 67 talsins og fastar greiðslur til þeirra nemi 264 milljónum króna á ársgrundvelli. Stjórnarlaun fyrirtækjanna eru hins vegar mishá og munar 374% á launum hæstlaunaða stjórnarformannsins og þess sem fær minnst greitt.

Þá er meðalstjórnarmaðurinn einnig tekinn saman í úttekt Viðskiptamoggans. Sá er karlmaður, fæddur 10. nóvember 1963, með föst stjórnarlaun upp á 304.500 kr. á mánuði og hefur setið í stjórn sl. 4,2 ár.