*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 13. febrúar 2020 12:50

Streymi frá ræðum á Viðskiptaþingi

Hægt er að horfa og hlusta á ræður bæði Katrínar formanns Viðskiptaráðs og nöfnu hennar forsætisráðherra.

Ritstjórn
Katrín Olga Jóhannesdóttir mun halda kveðjuræðu sína á viðskiptaþingi en hún stígur nú úr formennsku Viðskiptaráðs eftir fjögur ár.
Gígja Einars

Viðskiptaþing 2020 hefst nú klukkan 13:00, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun og í ítarlegu fylgiriti með blaðinu í dag kennir þar margra grasa, en þingið hefst með ræðum tveggja Katrína sem hægt er að horfa á í beinni útsendingu hér að neðan.

Það er annars vegar Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, fráfarandi formanns Viðskiptaráðs og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands og formanns Vinstri grænna.

Í morgun fór jafnframt fram aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands, þar sem kosin var ný stjórn, þar á meðal arftaki Katrínar Olgu í formanns stólnum, það er Ari Fenger, forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf, sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís.