Time Warner Inc, sem nýlega var nýlega keypt af AT&T á 85,4 milljarða dollara, hagnaðist meira á þriðja ársfjórðungi en gert var ráð fyrir. Meðal annars hjálpaði velgengni myndarinnar Suicide Squad til, en hún var gífurlega vinsæl og rakaði inn 325 milljónum dollara í tekjur.

Hagnaður Warner Bros, kvikmyndaframleiðandans, sem er hluti af samstæðu Time Warner, jókst um 6,7% á þriðja ársfjórðungi og hagnaðist um 3,4 milljarðar dollara á tímabilinu.

Hagnaður HBO, sem er einnig er hluti af samstæðu Time Warner og framleiðir þætti á borð við Game of Thrones, hagnaðist um 1,43 milljarða og hagnaður einingarinnar jókst um 4,3%.