Eignarhaldsfélagið Sund ehf. hefur aukið hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM) í 32,97% úr 20%, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Páll Magnússon, stjórnarmaður í TM, er framkvæmdastjóri Sunds. Páll situr einnig í stjórn félagins.

Seljandi hlutarins er Fjárfestingarfélag sparisjóðanna hf. (FSP), segir í tilkynningunni. Kjartan Broddi Bragason er framkvæmdastjóri FSP, en hann er einnig í stjórn TM. Eftir viðskiptin á Sund 307.444.856 hluti í TM en eignarhlutur FSP er enginn.