*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 2. júlí 2020 13:44

Tæpt ár liðið frá beiðni til RÚV

Ríkisútvarpið hefur ekki enn svarað beiðni Viðskiptablaðsins sem send var fyrir 330 dögum.

Ritstjórn
Höskuldur Marselíusarson

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins (RÚV) bréf þar sem farið er fram á að stjórnin svari beiðni Viðskiptablaðsins um fundargerðir stjórnar eigi síðar en 15. júlí næstkomandi.

330 dagar eru liðnir frá því að beiðnin var send RÚV og 223 dagar frá því að ÚNU bað RÚV að afgreiða málið. Dragist svör áfram verði ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, og Alþingi gert viðvart um framgöngu RÚV.

Stikkorð: Rikisútvarpið