Ríkiskaup, fyrir hönd tiltekinna áskrifenda að rammasamningakerfi Ríkiskaupa á hverjum tíma, standa fyrir útboði á talsímaþjónustu, farsímaþjónustu og internetþjónustu fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins. Tilgangur þessa útboðs er að lækka fjarskiptakostnað þeirra fyrirtækja og stofnana, sem eru aðilar að rammasamningi Ríkiskaupa.

Sú þjónusta sem óskað er tilboða í, er í eftirfarandi flokkum
1. Talsímaþjónusta - Flutningur á tali og gögnum um símalínu eða þráðlaus samskipti.
2. Farsímaþjónusta- Flutningur á tali og gögnum um símalínu eða þráðlaus samskipti.
3. Internetþjónusta - Margvíslega þjónusta sem veitt er yfir, eða á Internetið hvort sem um er að ræða aðgang að Internetinu eða vistun vefja og tengd þjónusta. Tilgangur þessa útboðs er að lækka fjarskiptakostnað þeirra fyrirtækja og stofnana, sem eru aðilar að rammasamningi Ríkiskaupa. Jafnframt er ætlunin að tryggja sem mest gæði og úrval fjarskiptaþjónustu fyrir þá sem eru aðilar að samningnum. Útboðsgögn verða til sölu og skoðunar hjá Ríkiskaupum frá og með morgundeginum, 22. mars en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 27. apríl næstkomandi. Kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn 5. apríl næstkomandi.