Tchenguiz bræðurnir hafa báðir kvartað yfir að handtaka og húsleit, sem farið var í af efnahagsbrotadeild ensku lögreglunnar, SFO, og hið gífurlega fjölmiðlafár sem fylgdi í kjölfarið hafi haft mikil áhrif á viðskipti þeirra og að mannorð þeirra hafi beðið mikinn skaða.

Í tilkynningu frá Vincent Tchenguiz, sem hann sendi fjölmiðlum í dag, segir að hann muni höfða skaðabótamál gegn SFO, sem og öðrum þeim aðilum, sem valdið því að villt var um fyrir dómstólum. „Ég mun krefjast skaðabóta frá SFO og annarra aðila sem hafa lagt gögn til sem hafa villt fyrir réttinum. Kröfur mínar munu endurspegla þann umtalsverða persónulegan og viðskiptalegan kostnað sem hefur orsakast vegna aðgerða þessara aðila“

Í annarri tilkynningu frá Robert Tchenguiz segist hann hann einnig ætla að höfða skaðabótamál, en kom ekki inn á málarekstur gagnvart öðrum en SFO.